Fimm rithöfundar lesa upp úr nýjum verkum sunnudaginn 14. desember

09/12 2014

Fjórir rithöfundar lásu upp úr nýjum verkum sínum sunnudaginn 7. desember í upplestrarröð Gljúfrasteins á aðventunni árið 2014. Þetta voru þau Bjarki Bjarnason, Guðrún Guðlaugsdóttir, Gyrðir Elíasson og Pétur Gunnarsson.

Sunnudaginn 14. desember er komið að næstsíðasta aðventuupplestri vetrarins á Gljúfrasteini en sá síðasti fer fram sunnudaginn 21. desember.

Að þessu sinni lesa eftirtaldir höfundar upp úr nýútkomnum verkum sínum: Borgar Jónsteinsson Arfurinn, Gerður Kristný Drápa, Halldór Armand Ásgeirsson Drón, Kristín Steinsdóttir Vonarlandið og Sigurbjörg Þrastardóttir KÁTT SKINN (og gloría)

Dagskráin hefst stundvíslega kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Hér má nálgast dagskrá aðventuupplestra Gljúfrasteins í heild sinni.