Á nýafstaðinni ráðstefnu norrænna tónskálda- og rithöfundasafna sem haldin var hér á landi var rætt um ýmis málefni sem tengjast starfsemi safnanna. Þrátt fyrir að rithöfundarnir og tónskáldin sem eru kveikjurnar að söfnunum komi úr ólíkum áttum, allt frá Knut Hamsun til Astrid Lindgren, er margt sameiginlegt með slíkum söfnum og áhugavert að koma af stað samræðu þeirra á milli.
Ein þeirra sem sátu ráðstefnuna var Marta Guðrún Jóhannesdóttir frá Gljúfrasteini. Í viðtali við Víðsjá síðasta föstudag sagði hún frá ráðstefnunni.