Samstarfsnet norrænna bókmenntasafna efnir til málþings 11. september í Iðnó í samstarfi við Bókmenntahátíð og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO.
Málþingið er fyrsti hluti þriggja daga ráðstefnu norrænna bókmenntasafna og er opið öllum sem hafa áhuga á hvernig bókmenntir og ferðaþjónusta tengjast. Það fer fram á ensku og hefur yfirskriftina Literary Routes and Roots.
Opnunarerindið flytur Hans Christian Andersen, prófessor í markaðsfræðum ferðamála og ferðaþjónustustjórnun við háskólann í Northumbria í Englandi og er titill þess: „Destinations and attractions: when literature moves people“.
Málþingið fer fram í Iðnó og hefst kl. 9.00 með opnunarávarpi mennta- og menningarmálaráðherra. Því lýkur síðan með pallborðsumræðum um hádegisbil þar sem gestum gefst kostur á að spyrja spurninga.Í erindum verður fjallað um aðdráttarafl bókmennta á ferðamenn, allt frá Íslendingasögum til Astrid Lindgren.
Þátttökugjald er kr. 5.000 (50% afsláttur fyrir háskólanema) og skal greiðast fyrirfram. Það má millifæra á reikning 0101-26-4212, kt. 421299-3079, skýring „littmus“. Skráning skal fara fram fyrir 8. september með tölvupósti til gestamottakan@gestamottakan.is.
DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS:
MÁLÞING UM BÓKMENNTIR OG FERÐAÞJÓNUSTU
(fer fram á ensku og öll erindi flutt á ensku)
Miðvikudaginn 11. september kl. 8.30-12.30 í Iðnó, Vonarstræti 3, Reykjavík
9.00 Opnunarávarp Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála.
9.10 Opnunarerindi: „Destinations and attractions: when literature moves people“
Dr. Hans Christian Andersen, prófessor í markaðsfræðum ferðamála og ferðaþjónustustjórnun við háskólann í Northumbria í Englandi
10.00 Erindi (Mikilvægi bókmenntaslóða og bókmenntavísana í menningarferðaþjónustu)
• „Saga trails of Iceland“: Rögnvaldur Guðmundsson, stjórnarformaður Samtaka um söguferðaþjónustu.
• „Reykjavík a UNESCO city of literature“: Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.
10.30 Kaffihlé
10.45 Erindum framhaldið
• „Astrid Lindgren's books and tourism in Vimmerby“: Kjell-Åke Hansson, framkvæmdastjóri Näs, menningarsetursins Astrid Lindgren í Vimmerby, Svíþjóð.
• „HC Andersen and tourism“: Johs. Nørregaard Frandsen, prófessor og forstöðumaður Hans Christian Andersen safnsins í Óðinsvéum, Danmörk.
• „To build a town on books“: Solveig Røvik, Bókabænum Skagerrak í Noregi.
11.30 Pallborðsumræður
12.15 Málþingslok