Alliance Française, í samstarfi við Le Palais de Tokyo, i8 og Gljúfrastein kynna einkasýningu Ragnars Kjartanssonar í listasafninu Palais de Tokyo í París, í beinni útsendingu hjá Alliance Française, laugardaginn 9. janúar kl.16.
Valentin Dezalle kynnir sýninguna með áherslu á tengsl Ragnars við Halldór Laxness.
Í kjölfarið geta gestir lagt spurningar fyrir Ragnar Kjartansson.
Kynningin verður flutt á frönsku en hægt verður að bera fram spurningar á íslensku eða á frönsku.
Allir velkomnir
Léttar veitingar