Dalaleiðangur á hjóli um Mosfellssveitina

25/04 2013

Útsýnið úr garðinum við Gljúfrastein upp með dalnum.

Nú þegar sumarið er formlega hafið eru margir farnir að dusta rykið af útivistarfötum og reiðhjólum. Mosfellsdalurinn er ákaflega fallegt svæði og tilvalið til útivistar enda vinsælt hjá ferðalöngum. Ferðaskrifstofan Go West hefur nú skipulagt dagsferð um Mosfellsdalinn fyrir hjólagarpa sem farið verður í næstkomandi laugardag, þann 27. apríl. Farið verður um Mosfellssveitina með leiðsögn en Bjarki Bjarnason, sagnfræðingur verður með í för. Á leiðinni verður komið við á Gljúfrasteini enda er húsið mikilvægur partur af sögu dalsins.

Frekari upplýsingar um ferðina má nálgast á heimsíðu Go West - http://gowest.is/dagsferir-reihjl-og-ganga

Fyrir þá sem vilja heldur ganga en hjóla má svo benda á að í dalnum eru margar skemmtilegar gönguleiðir. Hægt er að sjá kort af gönguleiðum í dalnum hér - http://mos.is/media/PDF/Gongukort_lokautgafa_final.pdf