Dáið er alt án drauma í útvarpinu um helgina

26/04 2019

Halldór Laxness þrettán ára gamall

Útvarpsleikhúsið endurflytur,  laugardaginn 27. apríl,  leikgerð Bjarna Jónssonar, Dáið er allt án drauma, sem byggt er á skáldsögu Halldórs Laxness, Barni náttúrunnar. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. Tilefnið er aldarafmæli þessarar fyrstu skáldsögu Halldórs en hún kom út í október árið 1919. 

Með hlutverk Huldu fer Þórunn Erna Clausen en Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Randvers.
Aðrar persónur og leikendur eru:
Ari: Stefán Karl Stefánsson; Stefán: Guðmundur Ólafsson ; Einar: Björgvin Franz Gíslason ; Gamall maður: Árni Tryggvason ; Eldri maður.Sögumaður: Steindór Hjörleifsson ; Eldri kona. Sögumaður: Guðrún Þ. Stephensen.

Tónlist: Jón Þórarinsson.
Tónlistarútsetningar og píanóleikur: Gunnar Gunnarsson
Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson

Hér má lesa umfjöllun á vef Rúv um verkið: 

..Stórhættulegt náttúrubarn"