Á Degi bókarinner er afmælisdagur Halldórs Laxness og eru 111 ár síðan að hann fæddist í Reykjavík þann 23. apríl 1902. Hann fluttist þaðan að Laxnesi í Mosfellssveit þegar hann var aðeins þriggja ára gamall. Ferill hans spannar nær alla 20. öldina og er hann án efa eitt áhrifamesta skáld Íslands. Halldór Guðmundsson segir í upphafsorðum sínum um ævi skáldsins: "Halldór Laxness var síðasta þjóðskáld Evrópu." Fyrsta skáldverk hans, Barn Náttúrunnar, kom út 1919, þegar Halldór var aðeins 17 ára gamall. Það sem kom honum þó virkilega inn á kortið sem íslenskur rithöfundur var Vefarinn mikli frá Kasmír frá árinu 1927 sem fékk m.a þennan fræga ritdóm Kristjáns Albertssonar:
Að Gljúfrasteini í Mosfellssveit fluttu hjónin, Auður og Halldór, um jólin 1945. Halldór hafði sagt við Auði skömmu áður: "Nú förum við suður í Hafnarfjörð og látum gifta okkur." Þau giftu sig á aðfangadag og fluttu inn samdægurs.
Hin Íslensku þýðingaverðlaun verða afhent á Gljúfrasteini við hátíðlega athöfn kl. 16.00 á morgun. Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir þýðingaverðlaununum og mun forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Gímsson afhenda verðlaunin.