Dagur bókarinnar

23/04 2024

Valgerður Benediktsdóttir, Guðný Halldórsdóttir og Stella Soffía Jóhannesdóttir.

Í dag er dagur bókarinnar og afmælisdagur Halldórs Laxness sem fæddist 23. apríl 1902. Á þessum merkisdegi tekur Reykjavík Literary Agency (RLA) formlega við umsýslu verka Halldórs Laxness erlendis. Danska umboðsskrifstofan Licht & Burr í Kaupmannahöfn hefur séð um útgáfu á verkum skáldsins í útlöndum. Guðný og Sigriður Halldórsdætur fagna þessum tímamótum og vænta þess að verk föður þeirra munu verða gefin út um víða veröld. Verk Halldórs njóta enn vinsælda og stöðugt koma út nýjar þýðingar. Sjáfstætt fólk kom út í nýrri danskri þýðingu Nönnu Kalkar nú í apríl. Þýðing hennar kemur út hjá danska forlaginu Turbine undir heitinu Frie folk. Nanna var í skemmtilegu viðtali í þætti Jóhannesar Ólafssonar, Bara bækur á Rúv

Salka Valka í enskri þýðingu Philips Roughton fékk gríðalega góðar viðtökur í Bandaríkjunum þegar hún kom út 2022. Í tilkynningu frá RLA kemur fram að von er á Sölku Völku á ítölsku og dönsku. 

Aldeilis gleðitíðindi á degi bókarinnar!