Á aðventunni munu höfundar lesa upp úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini. Upplestrar fara fram fjóra sunnudaga fyrir jól enda er fátt notalegra í skammdeginu en að hlýða á góðar bókmenntir. Lista yfir höfunda og upplesara má sjá hér fyrir neðan. Dagskráin hefst kl. 15 og stendur í um klukkutíma. Öll eru hjartanlega velkomin, sjáumst á Gljúfrasteini.
Sunnudagur 26. nóvember
Bergþóra Snæbjörnsdóttir - Duft
Bragi Páll Sigurðarson - Kjöt
Friðgeir Einarsson - Serótónínendurupptökuhemlar
Gyrðir Elíasson - Dulstirni / Meðan glerið sefur
Sunnudagur 3. desember
Magnús Jochum Pálsson - Mannakjöt
Sigríður Hagalín Björnsdóttir - Deus
Þórdís Gísladóttir - Aksturslag innfæddra
Þórdís Helgadóttir - Armeló
Sunnudagur 10. desember
Auður Jónsdóttir - Högni
Áslaug Agnarsdóttir, þýðandi - Gráar býflugur (e. Andrej Kúrkov)
Steinunn Sigurðardóttir - Ból (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona les upp úr bókinni)
Sverrir Norland - Kletturinn
Sunnudagur 17. desember
Birna Stefánsdóttir - Örverpi
Kristín Ómarsdóttir - Móðurást: Oddný
Vigdís Grímsdóttir - Ævintýrið
Vilborg Davíðsdóttir - Land næturinnar