Frá og með 1. nóvember verður lokað um helgar á Gljúfrasteini. Opnunartími safnsins verður þá sem hér segir:
Þriðjudaga - föstudaga: 10-16
Laugardaga- mánudaga: Lokað
Helgaropnun hefst að nýju þann 1. mars 2018.
Starfsfólk safnsins situr þó ekki auðum höndum en um þessar mundir heimsækja nemendur á ýmsum skólastigum safnið í miklum mæli. Tekið er á móti hópum allt frá leikskólaaldri. Skólahóparnir fá sérútbúnar leiðsagnir sem hægt er að lesa frekar um hér: Skólaleiðsagnir um Gljúfrastein.
Þessar heimsóknir eru ávallt ánægjulegar og skemmtilegt að sjá að áhugi er á verkum Halldórs Laxness meðal yngri kynslóða landsins.