Frá og með laugardeginum 2. nóvember 2019 verður lokað um helgar á Gljúfrasteini.
Opnunartími safnsins verður þá sem hér segir:
Þriðjudaga - föstudaga: 10-16
Laugardaga- mánudaga: Lokað
Helgaropnun hefst að nýju í mars 2020.
Það verða samt nokkrir viðburðir um helgar í stofunni á Gljúfrasteini þar á meðal hinn árlegi aðventuupplestur sem hefst sunnudaginn 1. desember og verður alla sunnudag til og með 22. desember.
Innan tíðar verður greint frá því á vefsíðu safnsins og samfélagsmiðlum, hvaða höfundar lesa úr bókum sínum í stofunni á aðventunni.
Sjaldan eru stjörnurnar eins skærar og á mornana, hvort sem það stafar nú af því sjónin er skörpust þegar menn eru nývaknaðir,
ellegar María mey hefur verið að fægja þær í alla nótt. Stundum var einnig túngl.
Það var búið að kveikja á ljóstýru í koti á Álftanesinu, kanski ætlaði einhver að róa. Oft var frost og hjarn og marraði í ísum á nóttinni.
Einhverstaðar í óendanlegum fjarska var vorið, að minsta kosti í huga guðs, líkt og þau börn sem enn eru ekki getin í móðurkvið.
Brekkukotsannáll, 19. kafli.