Nú þegar sumrinu líkur og hausta tekur breytist opnunartími Gljúfrasteins. Frá og með deginum í dag, 1. september er opið á safninu alla daga nema mánudaga frá 10-16. Lokað er um helgar frá nóvember og út febrúar.
Stofutónleikaröð Gljúfrasteins lauk 31. ágúst þegar Dísurnar og Diddú komu saman. fluttur var óbókvartett Mozarts og stef úr Fellini-myndum eftir Nino Rota í útsetningu Jóhanns G. Jóhannssonar. Diddú flutti tvö sönglög eftir Jóhann G. Jóhannsson við ljóð Halldórs Laxness. Þetta var tíunda tónleikaröðin á Gljúfrasteini en tónleikar hafa verið haldnir alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.