Brekkukotsannáll kominn út á portúgölsku

04/11 2010

Brekkukotsannáll á portúgölsku kom út í september 2010

Brekkukotsannáll er kominn út á portúgölsku í fyrsta sinn. Titill Brekkukotsannáls er á portúgölsku Os peixes também sabem cantar. Þýðendur bókarinnar eru Mário Cruz og João Cruz en bókaforlagið Cavalo de Ferro gefur hana út.

Alls hafa verk Halldórs Laxness komið út í meira en 600 útgáfum á 43 tungumálum.

Hér má sjá lista yfir þýðingar á verkum hans.