Bókasýningin í Frankfurt 6. til 10. október

05/10 2010

Halldór Laxness með kollega sínum Gunnari Gunnarssyni sumarið 1947.

Hin árlega bókasýning í Frankfurt er nú framundan. Heiðursgestur í ár er Argentína en á næsta ári verður Ísland í því hlutverki.

Þetta árið verða þó viðburðir tengdir íslenskum bókmenntum og bókaútgáfu fjölmargir.

Meðal annars má nefna umræður um goðsagnir og raunveruleika í íslenskum glæpasögum. Þá verður blaðamannafundur til kynningar á viðburðum tengdum þátttöku Íslands sem heiðursgests 2011. Á lokadeginum 10. október að loknum upplestri argentínska rithöfundarins Juan Gelman og Guðbergs Bergssonar  fer fram afhending „heiðurskeflisins“ þar sem Ísland tekur formlega við titlinum „Heiðursgestur 2011“. Nánar má fræðast um bókasýninguna hér.