Bókasafn Gljúfrasteins skráð í Gegni

13/05 2014

Halldór Laxness les í vinnustofu sinni árið 1950.

Á Gljúfrasteini er að finna bókasafn Halldórs Laxness sem telur yfir þrjúþúsund bókatitla.
Megnið af þeim hafa þegar verið skráðir í Gegni, sem Gljúfrasteinn er aðili að.
Almenningur getur leitað að bókum í eigu Gljúfrasteins inni á Gegnir.is og haft samband við starfsfólk safnsins ef áhugi er fyrir hendi að líta í bókina.
Halldór Laxness átti það til að skrifa athugasemdir í bækur sínar og annarra.
 
Gegnir er sameiginlegur gagnagrunnur flestra bókasafna á Íslandi, rekin af Landskerfum bókasafna. Almenningur getur leitað í Gegni eftir efni á söfnunum
út um allt Ísland á vefsíðunni Gegnir.is. Hægt er að leita með þremur aðferðum,
venjulegri leit, ítarleit og skipanaleit.

Á Gljúfrasteini er að finna bókasafn Halldórs Laxness sem telur yfir þrjúþúsund bókatitla. Megnið af þeim hafa þegar verið skráðir í Gegni, sem Gljúfrasteinn er aðili að.

Almenningur getur leitað að bókum í eigu Gljúfrasteins inni á Gegnir.is og haft samband við starfsfólk safnsins ef áhugi er fyrir hendi að líta í bókina. Halldór Laxness átti það til að skrifa athugasemdir í bækur sínar og annarra.

Gegnir er sameiginlegur gagnagrunnur flestra bókasafna á Íslandi, rekinn af Landskerfum bókasafna. Almenningur getur leitað í Gegni eftir efni á söfnunum út um allt Ísland á vefsíðunni Gegnir.is. Hægt er að leita með þremur aðferðum, venjulegri leit, ítarleit og skipanaleit.