Barnatími á Gljúfrasteini

09/11 2018

Bókarkápur: Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn og 
Ljóðpundari eftir Þórarinn eldjárn

 

 

Systkinin Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn ætla að lesa fyrir börn á öllum aldri í stofunni á Gljúfrasteini laugardaginn 17. nóvember kl. 15.00. Tilefnið er Dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur 16.nóvember ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.  Veislan á Gljúfrasteini verður að þessu sinni daginn eftir.
Sigrún les þá uppúr bók sinni Silfurlykillinn sem fjallar um Sumarliða og Sóldísi sem eru nýflutt með pabba sínum í skrítið og skemmtilegt hús sem heitir Strætó númer 7.
Þórarinn ætla að flytja ljóð úr bók sinni Ljóðpundari en í henni búa ýmsar verur.  Til dæmis vinirnir Urgur og Surgur, klár klár, fíll í postulínsbúð og beinn banani. Þar eru líka nöfn sem má lesa aftur á bak og áfram.


Öll velkomin í ljúfan og skemmtilegan barnatíma í stofunni á Gljúfrasteini. 
Opið meðan húsrúm leyfir.
Enginn aðgangseyrir.