Nú er aðventan á næsta leiti og komið að því að rithöfundar lesi upp úr nýjum bókum á Gljúfrasteini. Jólabókaflóðið er aldeilis spennandi í ár og Gljúfrasteinn fer ekki varhluta af því. Alls munu sextán höfundar koma sér vel fyrir í stofunni og lesa upp úr verkum sínum. Upplestrarnir fara fram á hverjum sunnudegi á aðventunni klukkan 15. Dagskráin stendur í klukkutíma – lista yfir höfunda og verk þeirra má sjá hér að neðan. Aðgangur er ókeypis og öll innilega velkomin.
Njótum aðventunnar á Gljúfrasteini.
UPPLESTUR Á AÐVENTUNNI
Sunnudagur 27. nóvember
Auður Ava Ólafsdóttir - Eden
Bergþóra Snæbjörnsdóttir - Allt sem rennur
Bragi Ólafsson - Gegn gangi leiksins - ljóðskáld deyr
Pedro Gunnlaugur Garcia - Lungu
Sunnudagur 4. desember
Dagur Hjartarson - Ljósagangur
Jónas Reynir Gunnarsson - Kákasusgerillinn
Natasha S. - Máltaka á stríðstímum
Ragna Sigurðardóttir - Þetta rauða, það er ástin
Sunnudagur 11. desember
Elísabet Jökulsdóttir - Saknaðarilmur
Guðrún Eva Mínervudóttir - Útsýni
Jón Kalman - Guli kafbáturinn
Kristín Eiríksdóttir - Tól
Sunnudagur 18. desember
Elín Edda Þorsteinsdóttir - Núningur
Gerður Kristný - Urta
Guðni Elísson - Brimhólar
Meistaranemar í ritlist - Takk fyrir komuna