Auður á Gljúfrasteini - vinnustofa í skotthúfuprjóni og leiðsögn

26/08 2014

Skotthúfa Auðar Sveinsdóttur en fyrir hana hlaut Auður viðurkenningu í hekl- og prjónasamkeppni Álafoss árið 1970.

Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samvinnu við Gljúfrastein – hús skáldsins býður til vinnustofu í skotthúfuprjóni í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 30. ágúst kl. 12:00-17:00

Boðið er upp á vinnustofu í skotthúfuprjóni í tilefni sýningarinnar Auður á Gljúfrasteini – Fín frú, sendill og allt þar á milli í Listasal Mosfellbæjar. 

Farið verður eftir uppskrift Auðar að skotthúfu en fyrir hana hlaut hún viðurkenningu í hekl- og prjónasamkeppni Álafoss árið 1970.

Lilja Birkisdóttir frá Heimilisiðnaðarfélaginu hefur umsjón með vinnustofunni ásamt Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur starfsmanni Gljúfrasteins.

Þátttaka í vinnustofunni er gjaldfrjáls og allir hjartanlega velkomnir en þátttakendur eru beðnir um að kynna sér uppskriftina á heimasíðu Gljúfrasteins og koma með efni í húfuna.

Uppskriftina má einnig nálgast á sýningunni í Listasal Mosfellsbæjar Þverholti 2 Mosfellsbæ en hún er opin alla virka daga frá kl. 12:00-18:00 og miðvikudaga frá kl. 10:00-18:00.

Í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna kl. 15:00 sunnudaginn 31. ágúst. Leiðsögnin er í höndum Guðnýjar Dóru Gestsdóttur forstöðumanns Gljúfrasteins – húss skáldsins