Kvikmyndin Atómstöðin frá árinu 1984 verður sýnd á RÚV sunnudaginn 13. desember kl. 21:50. Að sýningu lokinni er sýndur heimildarþáttur þar sem Halldór Laxness greinir frá skrifum Atómstöðvarinnar, sýndar verða myndir frá tökustað myndarinnar og skyggnst á bakvið tjöldin.
Atómstöðin var gefin út árið 1948. Þar segir af Uglu, bóndadóttur að norðan, sem kemur til Reykjavíkur að læra á orgel. Hún ræður sig í vist hjá Búa Árland, sem er þingmaður og heildsali, og sækir tónlistartíma hjá Organistanum. Inn í söguna blandast meðal annars samningar um bandaríska herstöð í Keflavík auk annarra hitamála upp úr seinna stríði og ádeilur á borgaraleg gildi og vestrænt siðferði.
Þorsteinn Jónsson leikstýrði kvikmyndinni og með helstu hlutverk fóru Tinna Gunnlaugsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Helgi Björnsson, Jónína Ólafsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir.
Enn er hægt að horfa á Paradísarheimt í Sarpinum hjá RÚV með því að smella hér: Paradísarheimt