Áfram lokað á Gljúfrasteini

19/08 2016

Gljúfrasteinn árið 1955, sama ár og Halldór fékk nóbelsverðlaunin

Safnið á Gljúfrasteini verður lokað út þetta ár. Unnið er að umfangsmiklum viðgerðum á húsinu en fyrr á árinu kom í ljós rakavandamál sem nauðsynlegt var að bregaðst við. Safnkosti Gljúfrasteins hefur verið komið fyrir á öruggum stað á meðan á viðgerðunum stendur. 

Gljúfrasteinn var reistur árið 1945 eftir teikningu Ágústs Pálssonar arkitekts. Húsið var friðað árið 2012 og er lögð áhersla á að vandað sé til verka svo það geti gegn hlutverki sínu til framtíðar sem hingað til.

Á meðan að safnið er lokað er unnið að margvíslegum verkefnum m.a. skráningu safnkosts og rannsóknum. Safnkostur Gljúfrasteins er skráður bæði í Gegni og í menningarsögulega gagnasafnið Sarp. Von bráðar verða ýmsir safnmunir til sýnis á ytri vef Sarps og verður það nánar kynnt þegar að því kemur. 

Fyrirspurnum er svarað á netfanginu gljufrasteinn@gljufrasteinn.is eða í síma 586 8066.