Skotthúfa
Þrefaldur lopi, ermahringprjónn nr. 4, 5 prjónar nr. 4.
Tvinnað band í skúf.
Fitjið upp 72 lykkjur á ermahringprjóninn, prjónið 2 umferðir 1 slétta 1 brugðna, síðan slétt prjón þangað til komnir eru 9 cm frá byrjun. Þá er skipt yfir á 4 prjóna, 18 lykkjur á hvern prjón, og tekið úr þannig að prjónaðar eru 2 saman á enda hvers prjóns aðra hvora umferð þangað til 10 eru eftir á hverjum prjóni.
Síðan eru prjónaðir 3-4 cm án úrtöku og svo aftur tekið úr á enda hvers prjóns aðra hvora umferð þángaðtil 5 eru eftir á hverjum prjóni.
Aftur prjónaðir 4 cm án úrtöku og síðan teknar 2 saman á enda hvers prjóns og prjónaðir 1-2 cm án úrtöku og enn teknar 2 saman í miðjum hverjum prjóni þángaðtil 3 eru eftir á hverjum prjóni, prjónaðu 1 cm og fellt af.
Gengið frá endum með stoppunál, húfan þvegin og þæfð dálítið.
Þegar húfan er þurr er hún kembd upp með ullarkömbum eða hörðum nylonbursta. Skúfurinn klipptur ca 15 cm úr heilli hespu, hólknum smokkað uppá húfuendann, stórri tölu stúngið inní skúfinn, annaðhvort yfirdekktri með nylonsokk eða þrætt í hana band sem stendur upp úr skúfnum, síðan vafið fast utanum skúfendann og togað í bandið sem þrætt er í gegnum töluna svo hún spyrni vel við hólknum. Skúf og húfuenda fest vel saman og hólknum þrýst yfir samskeytin.