Um safnið

Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið en var opnað almenningi sem safn í september 2004.

Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni. (Kristnihald undir Jökli, 1968)

Salka Valka 90 ára

Lesa

Gljúfrasteinsannáll 2023

Lesa

Halldór Laxness

Halldór Laxness fæddist 23. apríl 1902 í Reykjavík. Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1919 og þar með var hafinn glæstur rithöfundarferill er stóð næstu áratugi. Halldór dvaldist langdvölum erlendis, en átti fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit frá 1945.

100 ár Barn náttúrunnar 1919-2019

Lesa meira

Staðsetning

Gljúfrasteinn er á leiðinni til Þingvalla í Mosfellsdal í Mosfellsbæ. Um 20 mínútur tekur að aka frá Reykjavik að Gljúfrasteini.

Hægt er að taka strætisvagn að Laxnesi í Mosfellsdal og ganga þaðan að Gljúfrasteini. Athugið að ekið er með fólk í leigubíl frá strætisvagnastoppustöðinni við Háholt í Mosfellsbæ upp í Mosfellsdal.

Hljóðleiðsögn - audio guide

Upplýsingar um samgöngur