Staðsetning Gljúfrasteins

Gljúfrasteinn er á leiðinni til Þingvalla í Mosfellsdal í Mosfellsbæ. Um 20 mínútur tekur að aka frá Reykjavík að Gljúfrasteini.

Með strætó
Hægt er að taka strætisvagn að Laxnesi í Mosfellsdal og ganga þaðan að Gljúfrasteini. Athugið að ekið er með fólk í leigubíl frá stoppistöðinni við Háholt í Mosfellsbæ upp í Mosfellsdal. Fólk þarf að hringja í s. 540 2740 þrjátíu mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma samkvæmt tímatöflu strætó. Bent er á vefinn www.straeto.is til að fá frekari upplýsingar. 


 

image description