Kári Egils fyrstur á stofutóneikum sumarsins

Stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst með einleikstónleikum Kára Egilssonar sunnudaginn 2. júní.  Kári var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars. Á efnisskránni verða tónsmíðar Kára og lög eftir aðra í einstökum útgáfum hans.

Stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst með einleikstónleikum Kára Egilssonar sunnudaginn 2. júní. Kári var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars. Á efnisskránni verða tónsmíðar Kára og lög eftir aðra í einstökum útgáfum hans.

Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.    

Hér má sjá dagskrá sumarsins í heild sinni. Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2024 er haldin í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins. 
 

Til baka í viðburði