Ungfrúin góða og húsið

Ragnhildur Gísladóttir í hlutverki sínu í kvikmyndinni Ungfrúin góða og húsið

Ungfrúin góða og húsið var frumsýnd: 24. september 1999

Framleiðandi: Umbi og Pegasus Pictures í samvinnu við Nordisk Film Production, Götafilm, Nordic Screen Development og Film i Väst
Leikstjórn: Guðný Halldórsdóttir
Leikarar: Tinna Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Egill Ólafsson, Rúrik Haraldsson, Reine Brynolfsson, Helgi Björnsson, Björn Floberg, Agneta Ekmanner og Ghita Nørby

Ungfrúin góða og húsið kom fyrst út í smásagnasafninu Fótatak manna árið 1933. Þar er fjallað um fólkið í Húsinu sem er annt um mannorð sitt og grípur til örþrifaráða svo blettur falli ekki á heiður fjölskyldunnar. Í forgrunni eru samskipti systranna Þuríðar og Rannveigar.