Upplestrar á aðventunni 2014

Borðstofan á aðventunni 2009

Ellefta árið í röð sækja rithöfundar og þýðendur Gljúfrastein heim og lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum í stofu skáldsins. Upplestraröðin hefst sunnudaginn 7. desember og lýkur sunnudaginn 21. desember. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá aðventuupplestra á Gljúfrasteini verður sem hér segir:

 

7. desember

Áslaug Agnarsdóttir (þýðandi) Bréfabók eftir Mikhail Shishkin
Bjarki Bjarnason Ástríður
Guðrún Guðlaugsdóttir
Beinahúsið
Gyrðir Elíasson Koparakur / Lungnafiskarnir
Pétur Gunnarsson Veraldarsaga mín

 

14. desember

Borgar Jónsteinsson Arfurinn
Gerður Kristný Drápa
Halldór Armand Ásgeirsson Drón
Kristín Steinsdóttir Vonarlandið
Sigurbjörg Þrastardóttir
KÁTT SKINN (og gloría)


21. desember

Hjörtur Marteinsson Alzheimer tilbrigðin
Oddný Eir Ævarsdóttir Ástarmeistarinn
Soffía Bjarnadóttir Segulskekkja
Þórarinn Eldjárn Tautar og raular
Þórdís Gísladóttir Velúr