Upplestrar á aðventunni 2004

Kristín Ómarsdóttir les á aðventuupplestri árið 2004.

Dagskrá fyrstu upplestranna sem haldnir voru á aðventunni árið 2004

Sunnudaginn 5. desember
Þórarinn Eldjárn las úr bókinni Baróninn.
Halldór Guðmundsson  las úr bókinni Halldór Laxness ævisaga.
Jónas Ingimundarson las úr ævisögu sinni Á vængjum söngsins sem skráð var af Gylfa Gröndal og lék á flygilinn.

Sunnudaginn 12. desember
Gerður Kristný las úr bókinni Bátur með segli og allt, en fyrir hana hlaut hún bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness.
Bragi Ólafsson las úr Samkvæmisleikjum.
Einar Már Guðmundsson las úr Bítlaávarpinu.
Kristín Ómarsdóttir las úr Hér.

Sunnudaginn 19. desember
Pétur Gunnarsson las úr bókinni Vélar tímans.
Haukur Ingvarsson las úr bókinni Niðurfall - og þættir af hinum dularfulla Manga.
Auður Jóndóttir las úr Fólkinu í kjallaranum.
Birna Anna Björnsdóttir las úr bókinni Klisjukenndir.