Opnunartímar og aðgangseyrir

Opið er á Gljúfrasteini sem hér segir: 

september, október
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10.00 - 16.00.

nóvember, desember, janúar, febrúar
Opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 10.00 - 16.00 en lokað er um helgar nema þegar sérstakir viðburðir eru haldnir. 

mars, apríl, maí
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10.00 - 16.00.

júní, júlí, ágúst
Opið alla daga frá kl. 10.00 - 17.00.


Aðgangseyrir
Fullorðnir kr. 1500,-
Eftirlaunafólk kr. 1200,-
Námsfólk kr. 1200,-

Öryrkjar, atvinnulausir og börn yngri en 18 ára: ókeypis
Ferðaskipuleggjendur og -skrifstofur fá 10% afslátt frá þessu verði.

Hópar utan opnunartíma
50.000 kr. lágmarksgjald (15 manns).
2.000 kr. fyrir hvern umfram 15.

Félagar í FÍSOS, ICOM og Vinafélagi Gljúfrasteins greiða ekki aðgangseyri að safninu. 
Skólahópar á öllum skólastigum, í skipulagðri skólaheimsókn, greiða ekki aðgangseyri. 

Boðið er upp á hljóðleiðsögn um húsið sem er á íslensku, ensku, dönsku, þýsku eða sænsku þar má m.a. heyra raddir Auðar og Halldórs Laxness. Hægt er að fá textaleiðsögn um húsið á frönsku. Ennfremur er hægt að óska eftir leiðsögn fyrirfram á öðrum tungumálum með starfsmönnum hússins.

Í móttökuhúsinu er hægt að bóka í skoðunarferðir en gestum er ráðlagt að bóka fyrirfram með því að senda tölvupóst á gljufrasteinn [hjá] gljufrasteinn.is eða hringja í síma 586-8066.

Hljóðleiðsögn.