Árið 1945 giftist Halldór Auði Sveinsdóttur. Auður fæddist á Eyrarbakka árið þann 30. júlí árið 1918 og voru foreldrar hennar Sveinn Guðmundsson járnsmiður og Halldóra Jónsdóttir, starfskona á sýsluskrifstofunni á Eyrarbakka.
Nítján ára hitti Auður Halldór Laxness á Laugarvatni. Fjórum áratugum síðar rifjaði hún upp þessa fundi í sjálfsævisögu sinni Á Gljúfrasteini: „Við Halldór fórum út að ganga að kvöldi til. Við gengum svolítinn spöl inn dalinn og settumst á þúfu við lítinn læk. Stuttu síðar teygði Halldór sig eftir blómi yfir öxlina á mér, og þar með voru forlögin ráðin.“