Hinn 28. apríl árið 1931 ritaði Halldór Laxness fyrri konu sinni, Ingibjörgu Einarsdóttur, bréf frá Leipzig í Þýskalandi þar sem hann vann að síðari hluta Sölku Völku og er mikið niðri fyrir.
Fyrri hluti Sölku Völku, sem nefnist Þú vínviður hreini, var þá nýkominn út. Halldór dvaldi löngum stundum með vini sínum, skáldinu Jóhanni Jónssyni, sem þá bjó í Leipzig „aðframkominn af brjósttæríngu", eins og hann ritaði í öðru bréfi til Ingu. Í bréfinu frá 28. apríl segir: „Elsku vina mín, fyrir par dögum er ég samanskriðinn úr hálsbólgunni og hef unnið ágætlega báða dagana. Veistu hvað, ég hafði gert uppkast að bók í Los Angeles, bók sem ég kallaði Heiðin, hdr. var 257 bls. Svo misti ég lyst og laungun til að skifta mér meira af þessu efni, fanst það altof idylliskt, þegar öllu væri á botninn hvolft. Samt tók ég þetta handrit með í ferðakoffortið mitt um daginn, þegar ég fór að heiman, og mintist á það við Jóhann Jónsson hér í Leipzig, sagðist vera að hugsa um að fleygja því. Hann bað mig að segja sér fyrst efnið úr því, en ég var tregur til, gerði það samt að lokum. Hann kallar sannarlega ekki alt ömmu sína, og þessvegna varð ég ekki lítið hissa, þegar hann kallaði upp yfir sig alveg stórhrifinn, þegar ég hafði sagt honum efnið: „Þetta verður þín besta bók." Svo tók hann af mér loforð um, að ég læsi honum eitthvað úr uppkastinu, og varð það úr, að ég las honum tvo kapítula daginn eftir. Hann var alveg hrifinn niður í tær og sagði: Þetta er það besta sem þú hefur [gert]! Ég læt myrða þig, ef þú eyðileggur þetta.
Við það að rifja upp þetta efni aftur og fá impúlsa og þessa hvatníngu og örvun frá Jóhanni, þá hefur þetta efni, sem ég var ákveðinn í að fleygja, feingið nýtt gildi fyrir mér, - meira gildi en jafnvel meðan ég var að semja það. Það hefur saltast í huga mínum á þessum tveim árum. Þegar ég er búinn með seinna bindið af Vínviðnum (sem verður töluvert leingra en það fyrra), þá fer ég strax í þetta efni - Heiðina - og treysti mér til að gera það að listaverki á þremur mánuðum. Það verður bók uppá ca. 250 síður. Ég er allur í litteratúr og list um þessar mundir, - hjá Jóhanni er ekki um annað talað en bókmentalega tekník, hvorki hann sjálfur né kunníngjar hans. Hann er afar lærður í bókmentum. Nú hef ég ákveðið að Vínv. og seinni parturinn heiti einu heildarnafni, - bæði bindi eiga að heita Plássið, sem er það elengastasta nafn, sem hægt er að finna, vegna þess að það felur í sér alt og ekki neitt, eins og lífið sjálft, og hefur þannig symbólska þýðíngu, en er um leið skandinavískt orðtæki um fiskiþorp specialt. (Kanski kalla ég seinna bindið Sigurvagna Drottins). Það er víða afskaplega erfitt og knúsað, og ég er dag út og dag inn í óslitinni spenníngu út af hvernig því muni reiða af, karaktérarnir taka með hverjum degi á sig stórfeinglegri dimensionir. ...
Ég vildi óska að við gætum bæði farið til Nizza í haust og búið þar í vetur. Þú gætir haft alveg nóg að gera að hjálpa mér við hreinskriftir, - það eru alveg ógurleg verk, sem eru fram undan mér. Og ég skal verða stór rithöfundur á heimsmælikvarða eða drepast! Hér er ekkert pardon og ekkert sem heitir að gefa eftir um hársbreidd. Ég skal - eða drepast! ...
Jóhann vill absólút þýða Vínviðinn, svo fer ég til Gunnars [Gunnarssonar] og legg fast að honum að þýða hann á dönsku - og ef seinna bindið heppnast, þá er ég made, þá er ég búinn að skrifa skáldsögu í heimsformat."
Skáldsagan Heiðin kom út 1934-35 undir titlinum Sjálfstætt fólk og munu vafalaust margir sammála spá Jóhanns Jónssonar að þetta hafi orðið hans „besta bók". Heildarverkið sem Halldór segist í bréfinu ætla að kalla Plássið nefnist Salka Valka og síðari hluti verksins heitir ekki Sigurvagnar Drottins heldur Fuglinn í fjörunni. En þannig gefa bréf skáldsins lesendum innsýn í það hvernig verkin þróast í huga hans, bæði efni og titlar. Jóhann Jónsson lést 1932 og varð því ekki af því að hann þýddi Vínviðinn. Hins vegar tók Gunnar Gunnarsson sig til er hann stóð á hátindi ferils síns erlendis og þýddi Sölku Völku á dönsku og þar með var ísinn brotinn fyrir verk Halldórs Laxness á alþjóðlegum bókamarkaði.
Við það að rifja upp þetta efni aftur og fá impúlsa og þessa hvatníngu og örvun frá Jóhanni, þá hefur þetta efni, sem ég var ákveðinn í að fleygja, feingið nýtt gildi fyrir mér, - meira gildi en jafnvel meðan ég var að semja það. Það hefur saltast í huga mínum á þessum tveim árum. Þegar ég er búinn með seinna bindið af Vínviðnum (sem verður töluvert leingra en það fyrra), þá fer ég strax í þetta efni - Heiðina - og treysti mér til að gera það að listaverki á þremur mánuðum. Það verður bók uppá ca. 250 síður. Ég er allur í litteratúr og list um þessar mundir, - hjá Jóhanni er ekki um annað talað en bókmentalega tekník, hvorki hann sjálfur né kunníngjar hans. Hann er afar lærður í bókmentum. Nú hef ég ákveðið að Vínv. og seinni parturinn heiti einu heildarnafni, - bæði bindi eiga að heita Plássið, sem er það elengastasta nafn, sem hægt er að finna, vegna þess að það felur í sér alt og ekki neitt, eins og lífið sjálft, og hefur þannig symbólska þýðíngu, en er um leið skandinavískt orðtæki um fiskiþorp specialt. (Kanski kalla ég seinna bindið Sigurvagna Drottins). Það er víða afskaplega erfitt og knúsað, og ég er dag út og dag inn í óslitinni spenníngu út af hvernig því muni reiða af, karaktérarnir taka með hverjum degi á sig stórfeinglegri dimensionir. ...
Ég vildi óska að við gætum bæði farið til Nizza í haust og búið þar í vetur. Þú gætir haft alveg nóg að gera að hjálpa mér við hreinskriftir, - það eru alveg ógurleg verk, sem eru fram undan mér. Og ég skal verða stór rithöfundur á heimsmælikvarða eða drepast! Hér er ekkert pardon og ekkert sem heitir að gefa eftir um hársbreidd. Ég skal - eða drepast! ...
Jóhann vill absólút þýða Vínviðinn, svo fer ég til Gunnars [Gunnarssonar] og legg fast að honum að þýða hann á dönsku - og ef seinna bindið heppnast, þá er ég made, þá er ég búinn að skrifa skáldsögu í heimsformat."
Skáldsagan Heiðin kom út 1934-35 undir titlinum Sjálfstætt fólk og munu vafalaust margir sammála spá Jóhanns Jónssonar að þetta hafi orðið hans „besta bók". Heildarverkið sem Halldór segist í bréfinu ætla að kalla Plássið nefnist Salka Valka og síðari hluti verksins heitir ekki Sigurvagnar Drottins heldur Fuglinn í fjörunni. En þannig gefa bréf skáldsins lesendum innsýn í það hvernig verkin þróast í huga hans, bæði efni og titlar. Jóhann Jónsson lést 1932 og varð því ekki af því að hann þýddi Vínviðinn. Hins vegar tók Gunnar Gunnarsson sig til er hann stóð á hátindi ferils síns erlendis og þýddi Sölku Völku á dönsku og þar með var ísinn brotinn fyrir verk Halldórs Laxness á alþjóðlegum bókamarkaði.