Nú styttist í aðventu, þar sem hver sunnudagur fram að jólum minnir okkur á að hægja taktinn í ösinni. Á Gljúfrasteini er hefð fyrir því að höfundar lesi upp úr nýjum verkum sínum í stofunni hjá okkur á aðventu. Upplestrar fara fram fjóra sunnudaga fyrir jól og má sjá lista yfir höfunda og upplesara hér fyrir neðan. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur í um klukkutíma. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að hlusta með ykkur á Gljúfrasteini.
Sunnudagur 1. desember
Dagur Hjartarson - Sporðdrekar
Maó Alheimsdóttir - Veðurfregnir og jarðarfarir
Halldór Armand - Mikilvægt rusl
Jón Kalman Stefánsson - Himintungl yfir heimsins ystu brún
Sunnudagur 8. desember
Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir - Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu (Guðný Halldórsdóttir les upp úr bókinni)
Gróa Finnsdóttir - Eyjar
Guðmundur Andri Thorsson - Synir Himnasmiðs
Þórunn Valdimarsdóttir - Fagurboðar og Spegill íslenskrar fyndni
Sunnudagur 15. desember
Kristín Marja Baldursdóttir - Ég færi þér fjöll
Eva Rún Snorradóttir - Eldri konur
Birgitta Björg Guðmarsdóttir - Moldin heit
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson - Spunatíð
Sunnudagur 22. desember
Hildur Knútsdóttir - Mandla
Hallgrímur Helgason - Sextíu kíló af sunnudögum
Tómas Ævar Ólafsson - Breiðþotur
Sunna Dís Másdóttir - Kul