Stofutónleikar hefjast 15. ágúst

Halldór lærði á píanó í æsku. Það síðasta sem Halldór gerði á heimilinu áður en hann fór á sjúkrahús á tíræðisaldri var að spila á flygilinn.

Stofutónleikar á Gljúfrasteini hefjast 15. ágúst og verða alla sunnudaga til 26. september. Dagskráin verður kynnt í heild sinni þegar nær dregur. 

Tónleikar hafa verið haldnir í stofunni á Gljúfrasteini frá því sumarið 2006 og hafa fjölmargir listamenn komið fram. Halldór Laxness var mikill áhugamaður um tónlist og tónlistarflutning. Hann var prýðilegur píanisti sjálfur og rómaður fagurkeri á því sviði. Bach var í miklu uppáhaldi hjá skáldinu. Tónlistarflutningur og tónleikahald er afar mikilvægur þáttur í starfsemi Gljúfrasteins.