Safnadagurinn 18. maí - lokað á Gljúfrasteini

Halldór Laxness í einni af mörgum gönguferðum sínum um Mosfellsdalinn.

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn 18. maí. Markmið dagsins er að kynna og efla faglegt safnastarf á Íslandi. Gljúfrasteinn hefur undanfarin ár verið með viðburði í tilefni dagsins, en í ár verður svo ekki þar sem safnið er lokað vegna viðgerða.

Nánari upplýsingar um safnadaginn og dagskrá má nálgast á heimasíðu Félags íslenskra safna og safnmanna.

Þegar vel viðrar er tilvalið að fara í gönguferð á slóðir Halldórs Laxness. Á vef Mosfellsbæjar má finna gönguleiðir í Mosfellsbæ. Ýmsan fróðleik er einnig að finna á heimasíðu Gljúfrasteins

Áhugasömum er bent á að nálgast má Innansveitarkroniku á Innansveitarkronikuvefnum. Á vefnum er bæði hægt að lesa og hlusta á söguna.