Ræða frá fullveldisdeginum 1955

Jón Sigurðsson (1811-1879)

Í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, helsta baráttumanni Íslendinga fyrir sjálfstæði, birtast hér á vefsíðu Gljúfrasteins þrjár greinar í fullri lengd eftir Halldór Laxness.  Greinarnar fjalla allar um sjálfstæði Íslendinga og íslenskt þjóðerni.  Þriðja og síðasta greinin er ræða sem flutt var á fullveldisdaginn árið 1955, sama ár og Halldór hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels.  Ræðan var prentuð í Gjörníngabók og hér má lesa hana í heild sinni.

Áður hafa birst greinarnar „Ræða 1. desember 1935“ og „Stórþjóðir og smáþjóðir“.