Djasstríó Sunnu Gunnlaugs á fyrstu stofutónleikum sumarsins

Tríó Sunnu Gunnlaugs

Djasstríó Sunnu Gunnlaugs á fyrstu stofutónleikum sumarsins

Á fyrstu stofutónleikum sumarsins spilaði djasstríó Sunnu Gunnlaugs á Gljúfrasteini. Tríóið er skipað Sunnu Gunnlaugs á píanó, Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.

Tríó Sunnu Gunnlaugs var á leið í tónleikaför vítt og breitt um Bandaríkin í júní til að fylgja eftir plötunni "Long Pair Bond". Eftir útgáfu plötunnar á London Jazzhátíðinni í nóvember s.l. hefur hún fengið glimrandi dóma um víða veröld og þar með talið 5 stjörnur í Austurríki, verið diskur mánaðarins í Japan og fengið 4.5 stjörnur hjá Emusic. Á efnisskránni á Gljúfrasteini verður efni af plötunni "Long Pair Bond".

Heildardagskrá stofutónleika sumarsins má sjá á heimasíðu Gljúfrasteins.