Hipsumhaps á stofutónleikum Gljúfrasteins

Hljómsveitin Hipsumhaps sér um stofutónleika Gljúfrasteins þessa vikuna.

Bjartasta von þjóðar, Hipsumhaps, munu halda létta tónleika á heimili nóbelskáldsins sunnudaginn 19. júlí kl. 16. Þeir munu taka öll lögin sem þig langar að heyra í takt við spjall og vangaveltur um daginn og veginn.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 28. júní til 30. ágúst. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Athugið að ekki er hægt að bjóða uppá tveggja metra pláss á stofutónleikum.

Hér má sjá dagskrá tónleikaraðarinnar í heid sinni.

Til baka í viðburði