Handrit og dagbækur

Stafrófskver Halldórs Guðjónssonar frá Laxnesi

Á Gljúfrasteini eru varðveittar útgefin rit Halldórs. Mörg þeirra innihalda breytingar á texta sem Halldór gerði síðar meir. Þessar blaðsíður eru úr fyrstu útgefnu skáldsögu Halldórs, Barn náttúrunnar, og er Halldór búin að breyta textanum töluvert.

Halldór skrifaði margar dagbækur. Þetta er forsíðan úr dagbók hans sem hann skrifaði þegar hann dvaldist í klaustrinu Saint Maurice de Clervaux í Lúxembúrg þar sem hann skrifaði handrit sitt af skáldsögunni Undir Helgahnjúki.

Úr dagbók sem Halldór hélt í klaustrinu Saint Maurice de Clervaux í Lúxembúrg.

Opna úr skáldsögunni Undir Helgahnjúk, með breytingum sem Halldór gerði síðar meir.

Opna úr skáldsögunni Undir Helgahnjúk, með breytingum sem Halldór gerði síðar meir.

Handrit að ljóðinu Únglíngurinn í skóginum. Halldór skrifaði seinna meir um ljóðið í eftirmála sínum að Kvæðakveri: Únglíngurinn í skóginum er dýrasta kvæðið í bókinni metið í krónum. Þetta litla kvæði var vetrarstarf mitt í Reykjavík 1924-25; ég orti það upp æ ofaní æ mánuðum saman. Meðfram var ég að hugsa um efnið í Vefarann mikla og hafði einsett mér að fara til sikileyjar um vorið að setja saman þá bók. Til þessarar skáldfarar bað ég alþíngi um fjárstyrk. Því var ekki illa tekið í fyrstu: neðri deild samþykti að veita mér 1500 krónur, sem voru peníngar í þá daga. En rétt áður en málið kom til afgreiðslu í efri deild birtist Únglíngurinn í skóginum í tímaritinu Eimreiðinni. Þegar alþíngismenn lásu kvæðið, luku flestir upp einum munni að öllu hraklegri leir hefði varla sést prentaður á Íslandi og ekki æskilegt að styrkja menn af ríkisfé til að setja saman meira af svo góðu. Þegar styrkveitíng mín kom til atkvæða í efri deild greiddu allir deildarmenn atkvæði á móti mér, nema Sigurður Eggerz. Og var sá styrkur úr sögunni.

Halldór skrifaði handritið að Alþýðubókinni í Bandaríkjunum. Í formálanum að bókinni skrifaði Jakob Jóh. Smári: Halldór Kiljan er skáld, og hann talar og flytur boðskap sinn eins og skáld. En hann er nýtízku-skáld. Hann er nútímamaður í góðri og illri merkingu, -- gerðist nútímamaður út í æsar, er hann snéri baki við steingerðri guðfræði katólskrar kirkju. Hann lifir á auglýsinga-öldinni, þegar um er að gera að hrópa sem hæst. Og hann hrópar hátt og er hvergi myrkur í máli. Hann er stórorður og ekki hræddur við að hneyksla. Hann veit, að slíks þarf einatt með nú á tímum til þess að vekja menn til umhugsunar. Og einn aðalgalli manna er sá, að þeir þora ekki eða nenna ekki að hugsa. Þegar Halldór gaf Alþýðuflokknum handritið að bók þessari, þótti sjálfsagt að láta prenta hana svo fljótt, sem unt væri. Hún ber fram málstað Alþýðuflokksins, jafnaðarmanna, með óvenjulegri mælsku og andagift og er víða rituð af mikilli snild. En hitt er líklegt, að í Alþýðuflokknum muni mönnum geðjast misjafnlega að einstökum atriðum í skoðunum höfundarins, sem eru utan við boðun aðalatriðisins, -- þjóðskipulags jafnaðarstefnunnar. Skoðanir höf. t.d. um listir og trúmál eru vitanlega ekkert flokksmál. Og orðalag hans um þjóðfélagsmál er víða auðsjáanlega mótað af dvöl hans í hinu "fyrirheitna landi" auðvaldsins, Bandaríkjunum Norður-Ameríku.

Alþýðubókin kom út í Reykjavík árið 1929 og var útgefandinn Jafnaðarmannafélag Íslands.

Alþýðubókin kom út í Reykjavík árið 1929 og var útgefandinn Jafnaðarmannafélag Íslands.

Alþýðubókin kom út í Reykjavík árið 1929 og var útgefandinn Jafnaðarmannafélag Íslands.

Kiljan setur Ameríku á annan endann.

Handrit að bókinni Kvæðakver, samansafn ljóða Halldórs sem kom út í fyrsta sinn árið 1930.

Salka Valka var gefin út í tveimur hlutum. Þú vínviður hreini kom út árið 1931 og Fuglinn í fjörunni ári seinna. Þetta er fyrsta blaðsíðan úr handritinu að fyrsta kafla Fuglsins í fjörunni.

Salka Valka var gefin út í tveimur hlutum. Þú vínviður hreini kom út árið 1931 og Fuglinn í fjörunni ári seinna. Þetta er fyrsta blaðsíðan úr fyrsta kafla Fuglsins í fjörunni.

Sjálfstætt fólk kom út í tveimur hlutum árin 1934-1935. Þessi opna er úr glósubók sem Halldór hélt þegar hann skrifaði bókina.

Sjálfstætt fólk kom út í tveimur hlutum árin 1934-1935. Þessi opna er úr glósubók sem Halldór hélt þegar hann skrifaði bókina.

Glósubók sem Halldór hélt þegar hann var að skrifa Heimsljós sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1937-1940.

Glósubók sem Halldór hélt þegar hann var að skrifa Heimsljós sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1937-1940.

Blaðsíða úr handritinu að Fegurð himinsins, síðasta hluta Heimsljóss sem kom út árið 1940.

Íslandsklukkan kom út í þremur hlutum á árunum 1943-1946. Þetta er opna úr glósubók sem Halldór hélt þegar hann var að skrifa bókina.

Íslandsklukkan kom út í þremur hlutum á árunum 1943-1946. Þetta er blaðsíða úr handriti bókarinnar.

Íslandsklukkan kom út í þremur hlutum á árunum 1943-1946. Þetta er handrit bókarinnar.

Atómstöðin kom út árið 1948. Þetta er blaðsíða úr handriti bókarinnar.

Þetta er blaðsíða úr handriti Halldórs að Gerplu sem kom út árið 1952. Það tók Halldór mörg ár að skrifa Gerplu, og hann átti eftir að segja að það hefði verið auðveldara fyrir hann að læra tungumál eins og kínversku heldur en tungumálið sem hann beitti í Gerplu, sem var tungumál fornsagnanna. Auður, kona Halldórs, vélritaði handritið sex sinnum áður en yfir lauk. Gerpla naut mikilla vinsælda á Íslandi, og árið 1968 var hún orðin mest selda bók Halldórs hér á landi og hafði þá selst í 25.000 eintökum.

Handrit að ræðunni sem Halldór hélt þegar hann tók við Nóbelsverðlaununum fyrir bókmenntir í Stokkhólmi árið 1955.

Kristnihald undir jökli kom út árið 1968 og var síðasta skáldsaga Halldórs. Þetta er blaðsíða úr handritinu.

Sagan af brauðinu dýra birtist upphaflega árið 1970 í minningarbók Halldórs Innansveitarkróniku. Hún var síðan gefin út aftur árið 1987 í tilefni af 85 ára afmæli Halldórs, myndskreytt af Snorra Sveini Friðrikssyni. Þetta er blaðsíða úr handriti Halldórs að sögunni.

Halldór Laxness með dagbók sína frá því hann dvaldist í St. Maurice de Clervaux klaustrinu í Lúxemborg 1923.