Rúmfjöl frá 18. öldinni

21/01 2010

Rúmfjöl frá Laxnesi

Í forstofunni á Gljúfrasteini má sjá forláta rúmfjöl sem er frá árinu 1713. Hún kemur frá Laxnesi, æskuheimili Halldórs.

Á framhliðinni má sjá eftirfarandi bæn:

Veittu mér drottinn, ég þig bið
(heldur?) blessan heill hjálp og frið
heiðursprýddri hringasól
Guð sé þín hlífð og voldugt skjól.

Á bakhliðinni veraldlega vísu:

Gabbi enginn gjörvarann
góðmótlega hver sem kann
virði vel með sæmdarsið
þó barndómlegt sé handbragðið.

Rúmfjalir voru notaðar á þann hátt að þær voru skorðaðar lárétt milli dýnu (eða þess sem var í stað dýnu) og rúmstokksins, til þess að halda við rúmfötin í rúminu á meðan fólk svaf.