Paradísarheimt sýnd á RÚV

20/11 2015

Úr kvikmyndinni Paradísarheimt

Sjónvarpsmyndin Paradísarheimt frá árinu 1980 verður sýnd á RÚV í þremur hlutum. Fyrsti hluti þann 22. nóvember, annar hluti þann 29. nóvember og sá þriðji þann 6. desember. Allir hlutarnir hefjast kl. 21:45. Að lokinni sýningu fyrsta hlutans er sýndur heimildarþáttur þar sem Halldór Laxness greinir frá skrifum Paradísarheimtar, sýndar verða myndir frá tökustað myndarinnar og skyggnst á bakvið tjöldin.

Paradísarheimt kom út árið 1960. Sagan segir frá Steinari Steinssyni bónda í Steinahlíðum. Hann hverfur frá búi sínu og fjölskyldu til að lifa meðal mormóna í Utah, þar sem hann telur sig hafa fundið fyrirheitna landið, hinn endanlega sannleika.

Sjónvarpsmyndin var frumsýnd þann 6. desember 1980. Hún var framleidd af NDR-Hamburg í samvinnu við norrænu ríkissjónvörpin og SF Swiss.

Leikstjórn og handrit voru í höndum Rolf Hädrich en aðstoðarleikstjóri var Sveinn Einarsson.

Helstu leikarar eru Jón Laxdal, Fríða Gylfadóttir, Róbert Arnfinnsson, Helga Bachman, Arnheiður Jónsdóttir, Dietmar Schönherr, Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason, Anna Björns og María Guðmundsdóttir.

Ennþá er hægt að nálgast Brekkukotsannál í Sarpinum á RÚV með því að smella hér: Brekkukotsannáll