Nýr bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

30/08 2010

Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson hefur verið valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar.

Í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ segir:

"Jón Kalman er verðugur að titlinum bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Hann hefur haslað sér völl sem einn af bestu rithöfundum og ljóðskáld sem fram hafa komið hin síðari ár á Íslandi. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin árið 2005. Hann hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, fyrir Sumarið bak við brekkuna, Ýmislegt um risafurur og tímann og Sumarljós og svo kemur nóttin.

Jón Kalman hefur verið búsettur í Mosfellsbæ á annan ártug og hefur einnig starfað hér."