Í túninu heima á Gljúfrasteini

23/08 2018

Gljúfrasteinn að sumarlagi

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin hátíðleg um næstu helgi.  Hátíðin er nefnd eftir bók Halldórs Laxness,  Í túninu heima en í henni rifjar hann upp æskuárin í Mosfelldalnum.

,,Nýtt líf var byrjað fyrir mér og okkur öllum. Ég gat ekki betur séð en þessi heimur hefði einlægt staðið hér alskapaður og verið að bíða eftir okkur." 

Þannig lýsir Halldór í bókinni, upplifun sinni af fyrstu dögunum í dalnum en hann var þriggja ára þegar fjölskyldan flutti af Laugavegi að Laxnesi í Mosfellsdal.  

Í tilefni bæjarhátíðarinnar er enginn aðgangseyrir inn á safnið á Gljúfrasteini laugardaginn 25. ágúst og er opið milli 09:00-17:00. 

Síðustu stofutónleikar sumarsins fara svo fram á sunnudeginum 26. ágúst en þá ætlar Bjarni Frímann Bjarnason að blaða í nótnasafni Halldórs Laxness og flytja úrval þeirra verka á flygil skáldsins.

Miðar eru að venju seldir í safnbúðinni samdægurs og kosta 2500 kr. Við mælum með að fólk komi snemma til að tryggja sér miða og sæti þar sem það er frjáls sætaskipan í stofunni.

Innilega velkomin á Gljúfrastein um helgina