Halldór Laxness á Mormónaslóðum - fyrirlestur fimmtudaginn 22. júlí

19/07 2010

Fred E. Woods

Í ár eru 50 ár liðin frá því að Paradísarheimt kom út. Fred E. Woods prófessor mun halda fyrirlestur um heimsóknir Halldórs til Vesturheims, tengsl hans við Mormónatrúna og skrif skáldsögunnar Paradísarheimt í stofunni á Gljúfrasteini fimmtudaginn 22. júlí. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.

Fred E. Woods er með B.S. gráðu í sálfræði (1981) og M.S. gráðu í alþjóðasamskiptum (1985) frá Brigham Young University. Árið 1991 lauk hann doktorsgráðu í miðausturlandafræðum frá University of Utah þar sem hann lagði áherslu á hebresku biblíuna. Hann kenndi við Rick College (sem nú heitir BYU-Idaho) frá 1993-1998 og síðasta áratuginn hefur hann verið prófessor við Brigham Young University við deild þeirra um trúarsögu og kennisetningar Mormónakirkjunnar. Fred E. Woods hefur haldið fyrirlestra við fjölmarga háskóla í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. Í sumar kennir Wood við Háskóla Íslands Bók Woods, Eldur á ís: Saga hinna íslensku Síðari daga heilögu heima og að heiman kom út í þýðingu Friðriks Rafns Guðmundssonar hjá Háskólaútgáfunni árið 2007.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

LAXNESS AND THE LATTER-DAY SAINTS: FACTS BEHIND THE NOVEL OF PARADÍSARHEIMT

This year marks the 50th anniversary of the publication of Halldor Laxness’s Paradise Reclaimed (Paradísarheimt). Professor Fred E. Woods will give a lecture about Hallór Laxness’s visits to the United States, his study of the Mormon faith and the writing of the novel Paradise Reclaimed at Gljúfrasteinn on Thursday July 22 at 8 pm.

Fred E. Woods completed a B.S. degree in Psychology (1981) and an MS degree in International Relations (1985) from Brigham Young University. In 1991 he earned a Ph.D. in Middle East Studies from the University of Utah with an emphasis on the Hebrew Bible. He taught at Rick College (now BYU-Idaho) from 1993-1998 and has been a professor in the department of Church History and Doctrine at Brigham Young University for the past decade. In 2005, Woods published Fire and Ice, a history of the Mormon faith in Iceland and the experiences of Icelandic immigrants to Utah.

The lecture is in English.