Bókin Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness komin á netið

07/09 2018

Andlitsdrættir samtíðarinnar. Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness.
Rannsókn Hauks Ingvarssonar á þróun skáldsins á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. 

Bókina, Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness eftur Hauk Ingvarsson er nú að finna á netinu. Haukur,  sem er M.A. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, varpar hér áhugaverðu ljósi á þróun skáldsins á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.  Segir í kynningu á efni bókarinnar að þótt viðamiklar rannsóknir hafi verið gerðar á höfundaverki og ævi Halldórs Laxness hafi síðustu skáldsögur hans, Kristnihald undir jökli en einkum Innansveitarkrónika og Guðsgjafaþula notið takmarkaðrar athygli meðal fræðimanna. Ennfremur segir að með greiningu sinni á sögunum varpi Haukur ljósi á þær nýju og merkilegu tilraunir með skáldsagnaformið sem þær feli í sér og stöðu þeirra meðal annarra verka Halldórs. 

Hér má sjá bókina á netinu: 

andlitsdrættir samtíðarinnar