Blindhæðir, Geislaþræðir, Handritið hans Braga og Ein báran stök

01/12 2010

Skáldið áritar bækur sínar fyrir eftirvæntingarfulla lesendur.

Nú er orðið jólalegt um að litast á Gljúfrasteini. Búið að dekka borð í borðstofunni og draga fram jólakortin. Sunnudaginn 5. desember koma Bragi Ólafsson, Ólafur Haukur Símonarson, Sigríður Pétursdóttir og Ari Trausti Guðmundsson að lesa upp úr bókunum sínum. Upplestrarnir hefjast stundvíslega klukkan 16.

 

 



Bragi Ólafsson-Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson
Ólafur Haukur Símonarson-Ein báran stök
Sigríður Pétursdóttir-Geislaþræðir
Ari Trausti Guðmundsson-Blindhæðir

 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

Lesið er upp úr nýjum bókum alla sunnudaga á aðventunni.