Aðventuupplestrar hefjast á sunnudaginn

Stóri glugginn mót suðvestri varð strax blómagluggi en innréttingunum fyrir framan hann var breytt árið 1960, þegar langur sófi var settur þar og flygillinn færður í hornið. Sófinn hefur þrisvar verið yfirdekktur. Steinda glerverkið í endaglugganum er eftir Nínu Tryggvadóttur.

Áttunda árið í röð verður boðið upp á upplestra rithöfunda á Gljúfrasteini. Það er upplögð tilbreyting frá jólaamstrinu að setjast í stofu skáldsins þar sem rithöfundar stíga á stokk og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Fyrstu fjórir rithöfundarnir koma næsta sunnudag, 27. nóvember og hefst lestur klukkan 16. Upplestrarnir verða svo alla fjóra sunnudaga aðventunnar og er aðgangur ókeypis.

Dagskráin á aðventunni er eftirfarandi:
27. nóvember

Þorsteinn frá Hamri Allt kom það nær
Kristín Svava Tómasdóttir Skrælingjasýningin
Guðmundur Andri Thorsson Valeyrarvalsinn
Eyþór Árnason Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu

4. desember

Óskar Guðmundsson -Brautryðjandinn – ævisaga Þórhalls Bjarnarsonar (1885-1916)
Jón Yngvi Jóhannsson - Landnám; ævisaga Gunnars Gunnarssonar
Margrét Örnólfsdóttir - Með heiminn í vasanum
Haukur Ingvarsson - 1976
Dans vil ég heyra
- Eva María Jónsdóttir valdi. Börn kveða upp úr bókinni.

11. desember

Þórarinn Eldjárn - Hávamál
Jón Kalman  - Hjarta mannsins
Ragna Sigurðardóttir  - Bónusstelpan
Oddný Eir Ævarsdóttir -  Jarðnæði

18. desember

Hallgrímur Helgason - Konan við 1000°
Vigdís Grímsdóttir - Trúir þú á töfra?
Yrsa Sigurðardóttir - Brakið
Steinunn G. Helgadóttir - Kafbátakórinn